Skip to content

Latest commit

 

History

History
64 lines (57 loc) · 4.08 KB

README.md

File metadata and controls

64 lines (57 loc) · 4.08 KB

Skýrsla fyrir Lokaverkefni

Í hópnum eru nemendurnir Halldóra, Svava og Þórunn. Var ákveðið að gera síðu með spjallþráðum. Í grunninn var notast við verkefni nr. 6 þar sem fyrir var nýskráning, innskráning og hægt að skrifa á veggi. Byrjað var á því að betrumbæta nýskráninguna með því að bæta við fleiri upplýsingum um notandann og gera betri villuprófanir. Þær staðfesta að upplýsingar eru rétt upp settar og engir árekstrar séu í gagnagrunninum miðað við þær takmarkanir sem á hann voru settar, t.d. að hvert notendanafn og e-mail þurfti að vera einstakt og staðfesta þurfti lykilorð. Bætt var við notendasvæðum þar sem notandinn getur skoðað og breytt sínum upplýsingum. Einnig er hægt að skoða „mína þræði“ þar inná. Seinna kom sú hugmynd að hægt væri að skoða notendasíðu hjá öðrum notendum. Hægt er nálgast þær í athugasemdum inní þráðunum með því að klikka annaðhvort á notendanafnið eða notendamyndina þeirra. Þar kom upp vandamál, þar sem að í fyrra verkefni var ekki hægt að fara inná notendasvæði nema notandinn ætti það svæði, annars var notandinn skráður út. Eftir smá púsl hafðist þetta að lokum. Út frá fyrra verkefni voru byggðir þræðir og athugasemdir, þar sem „veggurinn“ úr fyrra verkefni varð að athugasemdunum í þráðunum en tengja þurfti athugasemdirnar við viðeigandi þráð. Svo datt meðlimum hópsins í hug að sniðugt væri að flokka þræðina eftir umræðuefni. Þá þurfti að ákveða hver umræðuefnin ættu að vera og þar með þrengja um hvað síðan ætti að vera, en hingað til hafði hún bara verið almenn spjallsíða. Þar sem meðlimir eru allir starfsmenn í kvikmyndahúsum kom upp sú hugmynd að hafa síðuna um kvikmyndir og að umræðuefnin væru ólíkar tegundir bíómynda og leikarar. Því næst voru meðlimir í vandræðum með hvernig ætti að birta hvern flokk, en hugmyndin var að hafa flipa til að skoða þræðina í hverjum flokki. Það reyndist stærra vandamál en búist var við þar sem venjulega virknin samkvæmt Bootstrap er að fliparnir leiði inn á mismundandi slóðir. Í staðinn var notast við framenda javascript sem tengdist „jade“ til að fá mismundandi upplýsingar til að birtast þegar nýr flipi er valinn án þess að fara inn á nýja slóð. Þar sem meðlimir hópsins eru ekki í nákvæmlega sama námi innan tölvunarfræðinnar gekk stundum erfiðlega að ákveða tímasetningar til að vinna verkefnið. Voru þó öll tækifæri til þess nýtt. Einnig var notast við „Github“ sem einfaldaði samvinnuna þrátt fyrir að ekki væru allir mættir. Oft komu þó upp vandamál með „Github“ sem gaf upp villur með „pull“ og „push“. Það fór stundum mikill tími í að reyna að laga þessar villur. Í gegnum allt verkefnið gaf „jshint“ fleiri tugi villna þegar verkefnið var keyrt upp með „gulp“. Voru villurnar t.d. á „require“ eða „console“, sem meðlimum hópsins þótti skrýtið. Leitað var til dæmatímakennara sem benti á að nota þyrfti „jshintrc“ skrá sem skilgreinir reglur og segir „jshint“ hvað má og hvað ekki. Eina stóra villan sem við vitum af og höfum ekki náð að laga, er að þegar notandi prófar að skipta um mynd inni á prófílnum, og setur ekki gildan link heldur eitthvað annað (t.d. "bla"), sækir síðan þann streng í stað þess sem það á að sækja þegar við köllum á req.params. Við náðum ekki að átta okkur á því hvers vegna, og allar tilraunir okkar til að validate-a urlið virkuðu ekki. Við náðum hins vegar að láta það virka með register.js, svo þegar fólk nýskráir sig getur það bara sett gildan myndalink. Fyrir utan einstaka villur og tímabil þar sem vinnan stöðvaðist gekk verkefnið mjög vel. Allir meðlimir þekkjast vel og hafa unnið saman áður og voru óhræddir að tjá sig um hin ýmsu mál.

Uppsetning

Stilla gagnagrunninn í '.env'

  • npm install
  • gulp

'schema.sql' inniheldur uppsetninguna á gagnagrunninum